Tilgangur Fjárfestingafélagsins Hvamms ehf. er að efla og styðja við uppbyggingu atvinnulífs á starfssvæði þess með arðsemismarkmið í huga.
Að jafnaði skal Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. ekki eiga umfram 25% hlutafjár í einstöku félagi.
Að jafnaði skal Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. ekki fjárfesta umfram 10% af eigin fé í einstöku félagi.
Við kaup á fasteign skal Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. að jafnaði ekki fjármagna umfram 25% í einstakri fasteign með eigin fé.
Fjárfestingafélagið Hvammur ehf. mun ekki leggja fram hlutafé nema fjármögnun viðkomandi félags sé að fullu tryggð
Ávöxtunarkrafa fer eftir aðstæðum hverju sinni og skal fjárfestingartími að jafnaði vera 4-10 ár.
Jafnan skal við það miðað að skilyrði fyrir kaupum Fjárfestingafélagsins Hvamms ehf. á hlutafé sé að fyrir liggi hluthafasamkomulag milli hluthafa og félagsins um endurkaup á hlut félagsins. Endursala á hlutafé félagsins skal taka mið af því að fyrirtækið hafi náð þeim meginárangri sem upphaflega var stefnt að, en þó þannig að fjárhagslegir hagsmunir félagsins séu ætíð tryggðir
Stjórn Fjárfestingafélagsins Hvamms ehf. metur umsóknir sem berast mánaðarlega og tekur í kjölfarið ákvörðun um fjárfestingu. Ákvarðanir skulu teknar með meirihluta atkvæða stjórnarmanna.
Sé vikið frá almenum skilyrðum til fjárfestinga er heimilt að gera strangari kröfur til verkefnisins um atvinnuvernd og/eða atvinnusköpun.
Almenn skilyrði til fjárfestinga
Verkefnið feli í sér ásættanlega ávöxtunarmöguleika og arðsemi fjármagns með hliðsjón af þeirri áhættu sem í því felst.
Verkefnið feli í sér vaxtartækifæri eða nýmæli í atvinnulífi svæðisins
Verkefnið hafi hagrænt gildi, sé atvinnuskapandi og leiði til sem mestra margfeldisáhrifa á atvinnulíf svæðisins.
Verkefnið valdi ekki óeðlilegri samkeppni gagnvart öðrum starfandi fyrirtækjum á svæðinu.